Twinkly upplifunin

"Skreyttu Tengdu Spilaðu"

01

Settu upp skreytinguna

Settu upp ljósaskreytinguna eins og þú vilt. Þú getur búið til ákveðið form, vafið ljósunum utan um eitthvað eða hvað sem þér dettur í hug. Twinkly forritið sér um afganginn.

02

Spilaðu flókin mynstur

Veldu úr miklu úrvali af fyrirfram gerðum mynstrum í safninu eða sæktu ný. Þú getur líka breytt stillingum.

03

Kortleggðu ljósin

Twinkly forritið notar einstaka tækni með einkaleyfi til að skanna ljósaskreytinguna og reikna út nákvæma staðsetningu á öllum ljósaperunum til að búa til nákvæmt skipurit. Eftir kortlagninguna geturðu stýrt ljósunum eins og skjá. Hugsaðu um hverja LED ljósaperu eins og pixil. Litaðu þær, teiknaðu mynstur, búðu til hreyfimyndir... Einu mörkin er hugmyndaflug þitt.

04

Spilunarlisti

Spilunarlistinn í forritinu veitir þér alveg nýja stjórn á ljósunum. Með honum geturðu búið til röð af mynstrum og látið þau spilast sjálfkrafa.

05

MUSIC

Meet Twinkly’s revolutionary music sync technology. Connect your lights to the Twinkly Music USB microphone and give color and shape to any music you are playing.

Stjórnborð

Nýr staður til að stjórna snjöllum skreytingum. Athugaðu stöðuna á ljósunum og breyttu stillingum fyrir einn lit, mynstur, spilunarlista og tónlist.

06

Hannaðu þín eigin mynstur

Notaðu FX Wizard hjálparforritið til að hanna þín eigin mynstur frá grunni. Gerðu ljósaskreytinguna þína einstaka.

Gerðu Twinkly rautt.

07

Stjórnaðu Twinkly með röddinni.

Biddu raddgreiningarforrit um að stjórna ljósaskreytingunni. Twinkly hlýðir öllum þínum skipunum.

Okay, I've set Twinkly to red.

Tengdu mörg Twinkly ljós saman

Það þarf enga snúrutengingu á milli ljósanna: þú getur tengt allt að 6000 LED ljós saman stafrænt í Twinkly forritinu. Þau þurfa bara að vera tengd við sama WiFi net og vera af sömu LED tegund (RGB, RGB+Hvítt eða AWW)
08

Kortleggðu ljósin saman

" Með Twinkly forritinu er hægt að kortleggja nákvæma staðsetningu allra LED ljósanna í þrívídd svo þú getur vafið ljósaskreytingunni utan um hvað sem er og spilað ótrúleg mynstur af fullkominni nákvæmni."

Raðaðu ljósunum stafrænt

Stundum gætu sum ljós verið falin frá myndavélinni. Stundum er ekki hægt að kortleggja allt herbergið. Í þessum tilfellum geturðu valið um að búa til eigin kortlagningu með því að draga, þysja að og snúa ljósunum eins og þau líta út í raunveruleikanum.